Fyrsti stríðsþristurinn lentur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 19:17 Vélin bíður nú félaga sinna á Reykjavíkurflugvelli. Josh Fadaely-Sidhu Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við. Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Sjá meira
Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við.
Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Sjá meira