„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2024 21:01 Kristinn Hrafnsson var viðstaddur réttarhöldin í dag og lýsti andrúmsloftinu í salnum sem rafmögnuðu. Chris J Ratcliffe/Getty Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“ Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20