Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. maí 2024 16:00 Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar