Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 11:20 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu Ísraelshers á Gasa. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Hamas í kjölfar árásar þeirra á Ísrael í október. AP Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira