Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. maí 2024 12:25 „Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ segir Helga um bréf Katrínar til Kára. Vísir Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
„Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira