Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:23 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, skrifar aðsenda grein ásamt öðrum bæjarfulltrúum D-listans. Vísir/Einar Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“ Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“
Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira