Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2024 22:22 Kevin Spacey dauðlangar að fá að leika á ný jafnvel þó nýjar ásakanir hafi verið lagðar fram. Ernesto Ruscio/Getty Images) Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið. „Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina. Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
„Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina.
Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30
Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20