Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:28 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, segir tímasetningu bréfsins furðulega. Vísir/Einar Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water sendi í gær bréf til bæjastjórnar Þorlákshafnar þar sem meðal annars segir að uppbygging mölunvarverksmiðju Heidelberg fari alls ekki saman við þá hágæða matvælaframleiðslu sem verið er að byggja upp við Laxabraut. Í bréfinu gagnrýnir Eggert sömuleiðis byggingu hafnar á svæði sem First Water sækir jarðsjó í ker sín. Verksmiðjan á að rísa á nokkra kílómetra vestur af byggð í Þorlákshöfn. Allt í kring við strandlengjuna er uppbygging hafin á landeldisstöðvum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal GeoSalmo og Arnarlax. Tímasetningin komi á óvart Uppbygging mölunarverksmiðjunnar verður borin undir íbúa Ölfuss í kosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Bæjarstjórn hefur því boðað til sérstaks fundar í dag til að ræða bréf Eggerts. „Þetta kemur svolítið á óvart af því að þetta er búið að vera svo mikið ferli, í mjög langan tíma. Þeir hefðu nú getað komið fyrr fram með athugasemdir. Tímasetningin á þessu bréfi er svolítið sérstök í mínum huga,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.Vísir/Einar Betra hefði verið að fá athugasemdir fyrr í ferlinu. „Ef þeir eru að hafa áhyggjur af ryki er örugglega meira ryk af söndunum í kring en af verksmiðjunni. Verksmiðjan er búin að fara í gegnum allt þetta ferli. Það er búið að fara í gegnum umhverfismat, það er búið að fara í gegnum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, það er aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira,“ segir Gestur. „Þeir hefðu getað komið alls staðar inn í þetta þannig að stjórnsýslan hér hefði getað tekið þetta fyrir á annan hátt. Það er mjög öðruvísi fyrir umhverfisnefndina hjá okkur að taka fyrir mál þar sem nágrannarnir finna ekkert að þessu en svo kemur þetta þegar búið er að loka málinu.“ Komi ekki heim og saman Oddviti minnihlutans fagnar bréfi First Water en furðar sig á að það hafi þurft til. „Ég fagna því að þau skuli stíga fram með þessum hætti því eins og þetta hefur horft við mér kemur þetta alls ekki heim og saman. Að vera með græna matvælaframleiðslu og fiskeldi í opnum kerjum og vera svo með risavaxna grjótmulningsverksmiðju með tilheyrandi umferð vörubíla, þetta kemur ekki heim og saman,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Ölfuss. „Mér finnst svolítið skrítið að fyrirtækin hafi þurft að benda bæjarstjórn á að þetta gangi ekki upp. Ég vona að þetta verði til þess að þetta fari frá í kosningu, því þetta þjónar ekki hagsmunum samfélagsins.“ Efar að íbúar muni sækja í þessi störf Bæjarmeirihlutinn hefur bent á að með verksmiðjunni skapist níutíu störf og að meðallaun verði 1,4 milljónir á mánuði. Ása dregur í efa að bæjarbúar muni sækjast í þessi störf. „Það er fyrirséð að það verða mjög mörg störf til í landeldi hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem eru að koma sér fyrir í sveitarfélaginu. Grjótmulningsverksmiðjan er kannski ekki að bæta við breiddina og flóru starfa. Það sem við viljum sjá eru lítil og meðalstór fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi,“ segir Ása. „Risastór hluti íbúa í Ölfusi keyrir sig í vinnu til Reykjavíkur alla daga. Þetta eru ekki störf sem þau eru að sækja í. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hreinlega með nóg af íbúum til að ganga í þessi störf sem eru fyrirsjáanleg.“ Bindandi kosning Málið hefur mikið verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar og hún klofin vegna þessa. „Meirihlutinn hefur algjörlega talað fyrir hagsmunum þessa fyrirtækis en ekki hagsmunum íbúa, umhverfis og heildarinnar,“ segir Ása. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Minnihlutinn hélt í gær íbúafund til að ræða meðal annars bréf Eggerts, þar sem fulltrúar fleiri hagsmunaaðila komu til að taka þátt í umræðu - þar á meðal Landverndar og Hafrannsóknarstofnun. Ása segir meirihlutann hafa gagnrýnt þennan fund. „Þeirra sjónarmið hefur verið að fyrirtækið fái að stýra því hvernig málið er kynnt en á sama tíma er sveitarfélagið að boða til íbúakosninga og það er á ábyrgð sveitarfélagsins að kynna þau sjónarmið sem íbúar eru að fara að kjósa um.“ Hvort mölunarverksmiðjan verður byggð eður ei ræðst í kosningunni sem hefst á laugardag. „Kosningin er bindandi, þannig að annað hvort verður [verksmiðjan] eða ekki,“ segir Gestur. Ölfus Skipulag Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water sendi í gær bréf til bæjastjórnar Þorlákshafnar þar sem meðal annars segir að uppbygging mölunvarverksmiðju Heidelberg fari alls ekki saman við þá hágæða matvælaframleiðslu sem verið er að byggja upp við Laxabraut. Í bréfinu gagnrýnir Eggert sömuleiðis byggingu hafnar á svæði sem First Water sækir jarðsjó í ker sín. Verksmiðjan á að rísa á nokkra kílómetra vestur af byggð í Þorlákshöfn. Allt í kring við strandlengjuna er uppbygging hafin á landeldisstöðvum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal GeoSalmo og Arnarlax. Tímasetningin komi á óvart Uppbygging mölunarverksmiðjunnar verður borin undir íbúa Ölfuss í kosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Bæjarstjórn hefur því boðað til sérstaks fundar í dag til að ræða bréf Eggerts. „Þetta kemur svolítið á óvart af því að þetta er búið að vera svo mikið ferli, í mjög langan tíma. Þeir hefðu nú getað komið fyrr fram með athugasemdir. Tímasetningin á þessu bréfi er svolítið sérstök í mínum huga,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.Vísir/Einar Betra hefði verið að fá athugasemdir fyrr í ferlinu. „Ef þeir eru að hafa áhyggjur af ryki er örugglega meira ryk af söndunum í kring en af verksmiðjunni. Verksmiðjan er búin að fara í gegnum allt þetta ferli. Það er búið að fara í gegnum umhverfismat, það er búið að fara í gegnum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, það er aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira,“ segir Gestur. „Þeir hefðu getað komið alls staðar inn í þetta þannig að stjórnsýslan hér hefði getað tekið þetta fyrir á annan hátt. Það er mjög öðruvísi fyrir umhverfisnefndina hjá okkur að taka fyrir mál þar sem nágrannarnir finna ekkert að þessu en svo kemur þetta þegar búið er að loka málinu.“ Komi ekki heim og saman Oddviti minnihlutans fagnar bréfi First Water en furðar sig á að það hafi þurft til. „Ég fagna því að þau skuli stíga fram með þessum hætti því eins og þetta hefur horft við mér kemur þetta alls ekki heim og saman. Að vera með græna matvælaframleiðslu og fiskeldi í opnum kerjum og vera svo með risavaxna grjótmulningsverksmiðju með tilheyrandi umferð vörubíla, þetta kemur ekki heim og saman,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Ölfuss. „Mér finnst svolítið skrítið að fyrirtækin hafi þurft að benda bæjarstjórn á að þetta gangi ekki upp. Ég vona að þetta verði til þess að þetta fari frá í kosningu, því þetta þjónar ekki hagsmunum samfélagsins.“ Efar að íbúar muni sækja í þessi störf Bæjarmeirihlutinn hefur bent á að með verksmiðjunni skapist níutíu störf og að meðallaun verði 1,4 milljónir á mánuði. Ása dregur í efa að bæjarbúar muni sækjast í þessi störf. „Það er fyrirséð að það verða mjög mörg störf til í landeldi hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem eru að koma sér fyrir í sveitarfélaginu. Grjótmulningsverksmiðjan er kannski ekki að bæta við breiddina og flóru starfa. Það sem við viljum sjá eru lítil og meðalstór fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi,“ segir Ása. „Risastór hluti íbúa í Ölfusi keyrir sig í vinnu til Reykjavíkur alla daga. Þetta eru ekki störf sem þau eru að sækja í. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hreinlega með nóg af íbúum til að ganga í þessi störf sem eru fyrirsjáanleg.“ Bindandi kosning Málið hefur mikið verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar og hún klofin vegna þessa. „Meirihlutinn hefur algjörlega talað fyrir hagsmunum þessa fyrirtækis en ekki hagsmunum íbúa, umhverfis og heildarinnar,“ segir Ása. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Minnihlutinn hélt í gær íbúafund til að ræða meðal annars bréf Eggerts, þar sem fulltrúar fleiri hagsmunaaðila komu til að taka þátt í umræðu - þar á meðal Landverndar og Hafrannsóknarstofnun. Ása segir meirihlutann hafa gagnrýnt þennan fund. „Þeirra sjónarmið hefur verið að fyrirtækið fái að stýra því hvernig málið er kynnt en á sama tíma er sveitarfélagið að boða til íbúakosninga og það er á ábyrgð sveitarfélagsins að kynna þau sjónarmið sem íbúar eru að fara að kjósa um.“ Hvort mölunarverksmiðjan verður byggð eður ei ræðst í kosningunni sem hefst á laugardag. „Kosningin er bindandi, þannig að annað hvort verður [verksmiðjan] eða ekki,“ segir Gestur.
Ölfus Skipulag Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. 16. maí 2024 11:39
Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36