Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2024 18:32 Katrín, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir fara yfir málin fyrir kappræður á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt. Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00
Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10
Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05