Hugsjónir og fræðimennska – einstakt veganesti Baldurs í embætti forseta Íslands Rannveig Traustadóttir skrifar 16. maí 2024 08:00 Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar