„Ég kýs homma“ Óli Gunnar Gunnarsson skrifar 15. maí 2024 16:01 Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar