Hugrekki Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 15:00 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar