Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 12:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fá frumvörp um breytingar á bæði útlendingalögum og lögreglulögum nái fram að ganga á vorþingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent