Forseti sem gefur kjark og von Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:30 Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur.