Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Eins og oft áður undir stjórn Pep Guardiola þá er Manchester City að enda tímabilið á miklu skriði. Getty/Gaspafotos Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira