Það sem býr í Höllu Hrund Viðar Hreinsson skrifar 14. maí 2024 09:01 Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar