Greind eða dómgreindarskortur Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 13. maí 2024 08:31 Ég skil vel að þeir sem styðja ríkisstjórnina og vilja jafnframt að forsetambættið sé pólitískt embætti vilji fyrrverandi forsætisráðherra sem forseta. Fyrir okkur hin er það dómgreindarbrestur að ætla henni að sitja beggja megin borðsins, a.m.k. fram á haustið 2025. Það skiptir enginn um hest í miðri á. Hvernig ætlar fyrrverandi forsætiráðherra t.d. að taka á því þegar hennar eigin lagafrumvarp um framsal eignar í sjókvíaeldi til Norðmanna kemur til undirritunar forseta? Margir aðrir frambjóðendanna eru vel greindir og mjög frambærilegir sem sameiningartákn þjóðarinnar. Það er hinsvegar dómgreindarskortur að halda að glóðvolgi pólitíkusinn geti sameinað þjóðina yfirleitt s.s. öryrkja, eldri borgara, innflytjendur eða þá sem basla á leigumarkaði, svo einhverjir séu nefndir. Ekki heldur þau sem vilja íslenskar auðlindir í eigu þjóðarinnar eða þau sem vilja berjast fyrir friði. Árið 2017 sveik forsetaframbjóðandinn kjósendur sína með því að ganga í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Síðan sveik hún bæði loforð til öryrkja og eldri borgara. Mér hafa að auki ekki hugnast ýmis tilsvör fyrrverandi forsætisráðherra í nýliðnum umræðuþáttum. Fyrrverandi forsætisráðherra var menntamálaráðherra 2009-2013. Í svari við spurningu þáttastjórnanda um hvort hún hafi ekki haft varðveislu íslenskrar tungu í huga þá, svaraði hún því til að innflytjendastraumur hafi þá ekki verið orðin mikill. Við sem höfum unnið að fræðsulstörfum þ.á.m. kennslu íslensku fyrir útlendinga vitum betur og Hagstofan líka. Frá 2002 til 2008 allt að því þrefaldaðist straumur innflytjenda til landsins. En fyrrverandi forsætiráðherra gleymdi alveg að taka á viðvarndi skorti á íslenskukennslu innflytjenda, hvort heldur var barna eða fullroðinna. Sá málflokkur er nú í algerum molum, auk þess sem hún segir ósatt. Annað sem hún gleymdi alveg var að ræða við utanríkisráðherra þegar hann fór utan og greiddi atkvæði með frestun á greiðslum til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Eins var þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé Ísraela og Hamas, svokallað mannúðarhlé. Það er skrifað á spjöld sögunnar að sem forsætisráðherra hefur forsetaframbjóðandinn stutt þjóðarmorð Ísraela á Gaza með því að fordæma þau ekki, slíta ekki stjórnmálasambandi við Ísrael eða sniðganga vörur þeirra. Í sjónvarpsþætti hnítti fyrrverandi forsætisráðherra í Höllu Hrund og sagði að reynsla af embættisstörfum væri ekki sambærileg við stjórnmálaþátttöku. Og bætti því skröki reyndar við að hún hefði líka reynslu af sauðburði eins og Halla Hrund og Baldur. Þetta kallast hroki. Fyrrverandi forsætisráðherra er ekki sigld, þ.e. hefur ekki búið erlendis, hún á varla erindi austur fyrir Elliðaár nema í kosningaham og hefur heldur veigaminni formlega skólagöngu en flestir keppinautar hennar. Engan hef ég heyrt núna henni því um nasir. Þegar forsetaframbjóðendur voru spurðir um jöfnuð í samfélaginu talaði einn um að sinna öllum jaðarhópum (Baldur) og bætir við að það þurfi að gera íslenskukennslu mun aðgengilegri. Annar segir ójöfnuð of mikinn í samfélaginu (Halla Tómasar). En hvað segir fyrrum forsætisraðherra? Jú, að óvíða sé jafnrétti og velferð jafn mikil og á Íslandi. Rétt eins og bláa höndin sé að mæla fyrir fjárlagafrumvarpi. Það má vera að ofur ríka yfirstéttin á hinum Norðurlöndunum sé stærri en á Íslandi, en jafn víst er að t.d. neðri millistétt í Svíþjóð býr við um 40% betri kjör en sú íslenska svo eitt dæmi sé tekið. Verð á lífsnauðsynjum eru verulega lægra auk þess sem húsnæðismarkaðurinn er allur annar. Loks fá börn sem þarfnast sérúrræða í skólakerfinu viðeigandi þjónustu. Þetta vill fyrrverandi forsætisráðherra sennilega ekki vita. Bilið á milli fátækra og ríkra í íslensku samfélagi hefur aukist í forsætisráðherratíð frambjóðandans. Fyrverandi forsætisráðherra segist ætla að leiða til samtals vegna skautunar í samfélaginu. Samtals Bjarna Ben. og einstæðu móðurinnar sem stendur í biðröð eftir mat hjá Mæðrastyrksnefnd? Samtals fimm barna foreldranna sem vinna fjórfalda vinnu við ræstingar til að sjá fjölskyldunni farborða við Þorstein Má, forstjóra Samherja? Samtals palestínumannsins við Guðbjörgu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja? Samtalsins ”stétt með stétt”? Sem er gamalt slagorð frjálshyggjunnar. Rétt er að yrði hún forseti eykur það á skautun í þjóðfélaginu vegna pólitískrar fortíðar hennar. Í nýlegu viðtali á Vísi nefnir fyrrum forsætisráðherra hvorki jöfnuð eða jafnrétti sem mikilvægt gildi, heldur lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Hún er búin að steingleyma jöfnuði og jafnrétti, ef hún hefur einhverntíman staðið fyrir þau gildi. Hversu “greind” á bókina sem fyrrum forsætisráðherra þykir vera, þá breytir það því ekki að framboð hennar til forseta Íslands er veruleikafyrrt og móðgun við a.m.k. helming almennings í landinu. Hún getur aldrei orðið sameiningartákn. Orð og gjörðír hennar hafa nú þegar talað. Aðrir frambærilegir frambjóðendur eru margir. Mjög stórum hluta þjóðarinnar misbýður forsetaframboði fyrrverandi forætisráðherra. Í besta falli má kalla framboðið rörsýn þeirrar sem lifa í búbblu valdsins. Fáir kunna hins vegar við að segja það opinberlega. Við munum kjósa okkur forseta sem er sameiningartákn þjóðarinnar, við eigum ekki að endurkjósa núverandi ríkisstjórn. Hvers vegna býður mjög umdeildur pólitíkus sig fram til forseta? Hver er tilgangurinn? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að þeir sem styðja ríkisstjórnina og vilja jafnframt að forsetambættið sé pólitískt embætti vilji fyrrverandi forsætisráðherra sem forseta. Fyrir okkur hin er það dómgreindarbrestur að ætla henni að sitja beggja megin borðsins, a.m.k. fram á haustið 2025. Það skiptir enginn um hest í miðri á. Hvernig ætlar fyrrverandi forsætiráðherra t.d. að taka á því þegar hennar eigin lagafrumvarp um framsal eignar í sjókvíaeldi til Norðmanna kemur til undirritunar forseta? Margir aðrir frambjóðendanna eru vel greindir og mjög frambærilegir sem sameiningartákn þjóðarinnar. Það er hinsvegar dómgreindarskortur að halda að glóðvolgi pólitíkusinn geti sameinað þjóðina yfirleitt s.s. öryrkja, eldri borgara, innflytjendur eða þá sem basla á leigumarkaði, svo einhverjir séu nefndir. Ekki heldur þau sem vilja íslenskar auðlindir í eigu þjóðarinnar eða þau sem vilja berjast fyrir friði. Árið 2017 sveik forsetaframbjóðandinn kjósendur sína með því að ganga í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Síðan sveik hún bæði loforð til öryrkja og eldri borgara. Mér hafa að auki ekki hugnast ýmis tilsvör fyrrverandi forsætisráðherra í nýliðnum umræðuþáttum. Fyrrverandi forsætisráðherra var menntamálaráðherra 2009-2013. Í svari við spurningu þáttastjórnanda um hvort hún hafi ekki haft varðveislu íslenskrar tungu í huga þá, svaraði hún því til að innflytjendastraumur hafi þá ekki verið orðin mikill. Við sem höfum unnið að fræðsulstörfum þ.á.m. kennslu íslensku fyrir útlendinga vitum betur og Hagstofan líka. Frá 2002 til 2008 allt að því þrefaldaðist straumur innflytjenda til landsins. En fyrrverandi forsætiráðherra gleymdi alveg að taka á viðvarndi skorti á íslenskukennslu innflytjenda, hvort heldur var barna eða fullroðinna. Sá málflokkur er nú í algerum molum, auk þess sem hún segir ósatt. Annað sem hún gleymdi alveg var að ræða við utanríkisráðherra þegar hann fór utan og greiddi atkvæði með frestun á greiðslum til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Eins var þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé Ísraela og Hamas, svokallað mannúðarhlé. Það er skrifað á spjöld sögunnar að sem forsætisráðherra hefur forsetaframbjóðandinn stutt þjóðarmorð Ísraela á Gaza með því að fordæma þau ekki, slíta ekki stjórnmálasambandi við Ísrael eða sniðganga vörur þeirra. Í sjónvarpsþætti hnítti fyrrverandi forsætisráðherra í Höllu Hrund og sagði að reynsla af embættisstörfum væri ekki sambærileg við stjórnmálaþátttöku. Og bætti því skröki reyndar við að hún hefði líka reynslu af sauðburði eins og Halla Hrund og Baldur. Þetta kallast hroki. Fyrrverandi forsætisráðherra er ekki sigld, þ.e. hefur ekki búið erlendis, hún á varla erindi austur fyrir Elliðaár nema í kosningaham og hefur heldur veigaminni formlega skólagöngu en flestir keppinautar hennar. Engan hef ég heyrt núna henni því um nasir. Þegar forsetaframbjóðendur voru spurðir um jöfnuð í samfélaginu talaði einn um að sinna öllum jaðarhópum (Baldur) og bætir við að það þurfi að gera íslenskukennslu mun aðgengilegri. Annar segir ójöfnuð of mikinn í samfélaginu (Halla Tómasar). En hvað segir fyrrum forsætisraðherra? Jú, að óvíða sé jafnrétti og velferð jafn mikil og á Íslandi. Rétt eins og bláa höndin sé að mæla fyrir fjárlagafrumvarpi. Það má vera að ofur ríka yfirstéttin á hinum Norðurlöndunum sé stærri en á Íslandi, en jafn víst er að t.d. neðri millistétt í Svíþjóð býr við um 40% betri kjör en sú íslenska svo eitt dæmi sé tekið. Verð á lífsnauðsynjum eru verulega lægra auk þess sem húsnæðismarkaðurinn er allur annar. Loks fá börn sem þarfnast sérúrræða í skólakerfinu viðeigandi þjónustu. Þetta vill fyrrverandi forsætisráðherra sennilega ekki vita. Bilið á milli fátækra og ríkra í íslensku samfélagi hefur aukist í forsætisráðherratíð frambjóðandans. Fyrverandi forsætisráðherra segist ætla að leiða til samtals vegna skautunar í samfélaginu. Samtals Bjarna Ben. og einstæðu móðurinnar sem stendur í biðröð eftir mat hjá Mæðrastyrksnefnd? Samtals fimm barna foreldranna sem vinna fjórfalda vinnu við ræstingar til að sjá fjölskyldunni farborða við Þorstein Má, forstjóra Samherja? Samtals palestínumannsins við Guðbjörgu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja? Samtalsins ”stétt með stétt”? Sem er gamalt slagorð frjálshyggjunnar. Rétt er að yrði hún forseti eykur það á skautun í þjóðfélaginu vegna pólitískrar fortíðar hennar. Í nýlegu viðtali á Vísi nefnir fyrrum forsætisráðherra hvorki jöfnuð eða jafnrétti sem mikilvægt gildi, heldur lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Hún er búin að steingleyma jöfnuði og jafnrétti, ef hún hefur einhverntíman staðið fyrir þau gildi. Hversu “greind” á bókina sem fyrrum forsætisráðherra þykir vera, þá breytir það því ekki að framboð hennar til forseta Íslands er veruleikafyrrt og móðgun við a.m.k. helming almennings í landinu. Hún getur aldrei orðið sameiningartákn. Orð og gjörðír hennar hafa nú þegar talað. Aðrir frambærilegir frambjóðendur eru margir. Mjög stórum hluta þjóðarinnar misbýður forsetaframboði fyrrverandi forætisráðherra. Í besta falli má kalla framboðið rörsýn þeirrar sem lifa í búbblu valdsins. Fáir kunna hins vegar við að segja það opinberlega. Við munum kjósa okkur forseta sem er sameiningartákn þjóðarinnar, við eigum ekki að endurkjósa núverandi ríkisstjórn. Hvers vegna býður mjög umdeildur pólitíkus sig fram til forseta? Hver er tilgangurinn? Höfundur er kennari.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun