Til hamingju, Kópavogur! Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun