Flokkur fólksins mun ekki samþykkja að hækka leigu hjá Félagsbústöðum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 10. maí 2024 11:00 Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun