Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:56 Boeing 737-300 flugvél í Hangzhou í Kína. Flugvélin á myndinni er ekki sú sem hrapaði í Senegal. Getty/Costfoto Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið. Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið.
Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04
Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25