Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 16:45 Björn Leví spurði Bjarna hvernig honum liði, með að hafa átt stóran þátt í máli með að blessa gjafagjörning Haraldar Johnnessen? vísir Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira