Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 16:37 Hraunflæði í gosinu var töluvert í upphafi. Nú er það nánast ekki neitt. Vísir/Vilhelm Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira