Lýðskrum eða minnisleysi? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 8. maí 2024 12:00 Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar