Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:30 Mótmæli eru nú daglegt brauð í Tel Aviv og Jerúsalem, þar sem fólk kallar eftir lausn gíslanna í haldi Hamas og afsögn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. AP/Oded Balilty Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira