Þurfa leyfi til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 19:05 Girona hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu, það er ef UEFA leyfir félaginu að taka þátt. Alex Caparros/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Girona tryggði sér nýverið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er þó enn óvíst hvort liðið fái að taka þátt þar sem það er að hluta til í eigu City Football Group sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City. Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira