Forseti allra Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 15:02 Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar