Heillandi Halla Hrund Stefán Hilmarsson skrifar 7. maí 2024 10:00 Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun