Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 23:31 Harry Maguire missir af síðustu leikjum tímabilsins ef marka má tilkynningu Man Utd. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira