Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 19:59 Margir af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag sögðust ákveðnir eða að íhuga að kjósa Höllu Tómasdóttur. Halla mældist með 4 prósent fylgi í þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær. Vísir/Vilhelm Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira