Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 10:31 Sverrir Eyjólfsson er hættur handboltaþjálfun og stýrir því ekki Fjölnisliðinu í Olís deild karla á næstu leiktíð. Vísir/Arnar Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn