Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 10:31 Sverrir Eyjólfsson er hættur handboltaþjálfun og stýrir því ekki Fjölnisliðinu í Olís deild karla á næstu leiktíð. Vísir/Arnar Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn