Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 20:32 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. Litlu mátti muna að illa færi þegar sinueldur kviknaði út frá neista frá framkvæmdum við sumarbústað í Munaðarnesi í vikunni. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins þar áður en hann náði að læsa sig í bústaði. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Árnessýslu, segir að sitt lið hafi farið í nokkur útköll af þessu tagi þar sem fólk hefur brennt garðaúrgangi eða timburafgöngum úti í sveit þrátt fyrir mikla þurrkatíð og komið af stað heilmiklum sinubruna. „Þetta persónulega finnst mér alveg óskiljanlegt að menn skuli ekki geta beðið fram að vætutíma með þetta,“ sagði Pétur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann tók fram að hann ætti ekki við brunann í Munaðarnesi þar sem óhöpp af því tagi þar sem fólk gleymir sér í framkvæmdagleði séu vel skiljanleg. Ábyrgðin sé þó alltaf á þeim sem kveikja í. „Þá þarf að horfa á það hvernig við getum fælt fólk frá þessu. Það virðist bara oft og tíðum ekki hægt að höfða til almennrar skynsemi,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Þurfa að kalla út hlutastarfsmenn Í því samhengi benti Pétur á að heimild sé í lögum fyrir því að slökkvilið rukki geranda fyrir útkalli. Hans lið hafi gert það. Kostnaðurinn fari eftir því hversu stórt útkallið sé. „Hreinn launakostnaður við eitt svona sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón,“ sagði Pétur. Aðeins örfá slökkvilið á á landinu séu með menn í fullri vinnu, önnur hafi aðeins yfir hlutastarfsmönnum að ráða. Þeir fái alltaf greitt fyrir að minnsta kosti fjóra tíma í hlutastarfi jafnvel þó að það taki mun skemmri tíma að slökkva eld. Dauðans alvara Sumarhúsabyggðir hafa nokkrum sinnum verið í hættu vegna sinuelda og sagði Pétur það í raun heppni að heilu hverfin hafi ekki orðið eldi að bráð ennþá í ljósi þess hve kjarr og gróður sé orðinn útbreiddur. „Það hefur ekki gerst ennþá sem betur fer, en það mun einhvern tímann gerast. Það hefur gerst alls staðar í heiminum að við höfum misst hús og jafnvel mannslíf. Þetta er alveg dauðans alvara,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Til þess að fyrirbyggja sinubruna nefndi Pétur að skynsamlegt væri að bleyta jörðina fyrir framkvæmdir sem geta myndað neista til þess að minnka íkveikjuhættu. Einnig sé skynsamlegt að bleyta eftir á þar sem glóð geti lifað lengi. Eins sé gott að hafa vatn við höndina, jafnvel þó að það sé ekki meira en tveggja lítra gosflaska fyllt vatni. Mögulegt sé að stöðva eld ef gripið er inn í nógu snemma en annars sé hætta á að hann verði óviðráðanlegur á örskotsstundu. „Við getum auðvitað aldrei fyrirbyggt öll slys en óábyrga hegðun getum við fyrirbyggt,“ sagði Pétur. Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir „Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. 1. maí 2024 20:03 Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Sinubruni í búgarðabyggðinni Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum. 14. apríl 2024 15:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi þegar sinueldur kviknaði út frá neista frá framkvæmdum við sumarbústað í Munaðarnesi í vikunni. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins þar áður en hann náði að læsa sig í bústaði. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Árnessýslu, segir að sitt lið hafi farið í nokkur útköll af þessu tagi þar sem fólk hefur brennt garðaúrgangi eða timburafgöngum úti í sveit þrátt fyrir mikla þurrkatíð og komið af stað heilmiklum sinubruna. „Þetta persónulega finnst mér alveg óskiljanlegt að menn skuli ekki geta beðið fram að vætutíma með þetta,“ sagði Pétur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann tók fram að hann ætti ekki við brunann í Munaðarnesi þar sem óhöpp af því tagi þar sem fólk gleymir sér í framkvæmdagleði séu vel skiljanleg. Ábyrgðin sé þó alltaf á þeim sem kveikja í. „Þá þarf að horfa á það hvernig við getum fælt fólk frá þessu. Það virðist bara oft og tíðum ekki hægt að höfða til almennrar skynsemi,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Þurfa að kalla út hlutastarfsmenn Í því samhengi benti Pétur á að heimild sé í lögum fyrir því að slökkvilið rukki geranda fyrir útkalli. Hans lið hafi gert það. Kostnaðurinn fari eftir því hversu stórt útkallið sé. „Hreinn launakostnaður við eitt svona sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón,“ sagði Pétur. Aðeins örfá slökkvilið á á landinu séu með menn í fullri vinnu, önnur hafi aðeins yfir hlutastarfsmönnum að ráða. Þeir fái alltaf greitt fyrir að minnsta kosti fjóra tíma í hlutastarfi jafnvel þó að það taki mun skemmri tíma að slökkva eld. Dauðans alvara Sumarhúsabyggðir hafa nokkrum sinnum verið í hættu vegna sinuelda og sagði Pétur það í raun heppni að heilu hverfin hafi ekki orðið eldi að bráð ennþá í ljósi þess hve kjarr og gróður sé orðinn útbreiddur. „Það hefur ekki gerst ennþá sem betur fer, en það mun einhvern tímann gerast. Það hefur gerst alls staðar í heiminum að við höfum misst hús og jafnvel mannslíf. Þetta er alveg dauðans alvara,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Til þess að fyrirbyggja sinubruna nefndi Pétur að skynsamlegt væri að bleyta jörðina fyrir framkvæmdir sem geta myndað neista til þess að minnka íkveikjuhættu. Einnig sé skynsamlegt að bleyta eftir á þar sem glóð geti lifað lengi. Eins sé gott að hafa vatn við höndina, jafnvel þó að það sé ekki meira en tveggja lítra gosflaska fyllt vatni. Mögulegt sé að stöðva eld ef gripið er inn í nógu snemma en annars sé hætta á að hann verði óviðráðanlegur á örskotsstundu. „Við getum auðvitað aldrei fyrirbyggt öll slys en óábyrga hegðun getum við fyrirbyggt,“ sagði Pétur.
Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir „Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. 1. maí 2024 20:03 Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Sinubruni í búgarðabyggðinni Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum. 14. apríl 2024 15:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. 1. maí 2024 20:03
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27
Sinubruni í búgarðabyggðinni Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum. 14. apríl 2024 15:40