„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 09:00 Jakob Ingebrigtsen varð heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi tvö síðustu ár en missti af gullverðlaununum í 1.500 metra hlaupi og virðist afar bitur yfir því. Getty/Tim Clayton „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira