Náttúran njóti vafans, ótímabundið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 08:00 Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun