Baráttan heldur áfram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2024 07:01 1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar