Guðrún - Réttlátur og víðsýnn biskup sem fylgir samtímanum Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir skrifar 29. apríl 2024 17:01 Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun