„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 12:02 Halldór Árnason sækir Vesturbæinn heim í kvöld. vísir / PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira