Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:52 Björk Guðmundsdóttir hefur áður gagnrýnt sjókvíeldi við strendur Íslands og einnig gert um það lag með frægri spænskri poppstjörnu. Getty Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. Í frumvarpi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram er kveðið á um að rekstrarleyfi til lagareldis verði ótímabundin. Hingað til hafa leyfin verið tímabundinn til 16 ára í senn með möguleika á framlengingu. „Viljum við gefa auðmönnum firðina okkar?“ spyr Björk sig og fylgjendur sína. „Ef ekki skrifið undir.“ viljum við gefa auðmönnum firðina okkar ? ef ekki skrifið undir Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta…— björk (@bjork) April 27, 2024 „Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta lagaramma um fiskeldi með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd,“ skrifar Björk. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir hins vegar að frumvarpið vinni gegn þessum hagsmunum,“ bætir Björk við og vísar til viðtals Ríkisútvarpsins við Jón Kaldal. Rúmlega sextán hundruð manns hafa sett nafn sitt á lista Steinunnar Ólínu. Með söfnuninni er ætlunin að skora á Alþingi að hafna frumvarpinu sem undirskrifuð segja að „heimili mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti “ og „hafi hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“ Björk hefur áður lýst yfir mótstöðu sinni við sjókvíeldi og gaf meðal annars út lag í fyrra sem heitir Oral með spænsku poppstjörnunni Rosalíu sem fjallar um það. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Björk Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Í frumvarpi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram er kveðið á um að rekstrarleyfi til lagareldis verði ótímabundin. Hingað til hafa leyfin verið tímabundinn til 16 ára í senn með möguleika á framlengingu. „Viljum við gefa auðmönnum firðina okkar?“ spyr Björk sig og fylgjendur sína. „Ef ekki skrifið undir.“ viljum við gefa auðmönnum firðina okkar ? ef ekki skrifið undir Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta…— björk (@bjork) April 27, 2024 „Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta lagaramma um fiskeldi með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd,“ skrifar Björk. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir hins vegar að frumvarpið vinni gegn þessum hagsmunum,“ bætir Björk við og vísar til viðtals Ríkisútvarpsins við Jón Kaldal. Rúmlega sextán hundruð manns hafa sett nafn sitt á lista Steinunnar Ólínu. Með söfnuninni er ætlunin að skora á Alþingi að hafna frumvarpinu sem undirskrifuð segja að „heimili mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti “ og „hafi hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“ Björk hefur áður lýst yfir mótstöðu sinni við sjókvíeldi og gaf meðal annars út lag í fyrra sem heitir Oral með spænsku poppstjörnunni Rosalíu sem fjallar um það.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Björk Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira