Newcastle setti met þegar það skaut Sheffield niður um deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 16:15 Sheffield United leikur í Championship-deildinni, ensku B-deildinni, á næstu leiktíð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þetta var endanlega staðfest eftir að Sheffield tapaði 5-1 fyrir Newcastle United í dag en á sama tíma settu Norðanmenn met. Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20