Stólpagrín gert að Terry vegna stjörnustæla hans Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:00 John Terry var frábær varnarmaður en hann er sannarlega ekki allra. Getty Chelsea goðsögnin John Terry sat fyrir svörum í veigamiklu viðtali á dögunum og hefur ein saga hans vakið sérstaka athygli. Töluvert hefur verið grínast með hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira