Framtíð innri markaðarins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 26. apríl 2024 15:01 Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi.