Hefur allt sem þarf Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 13:31 Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar