Það er kominn tími til að tala um frið Lea María Lemarquis skrifar 21. apríl 2024 15:30 Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun