Frelsið til að vera ég Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2024 16:01 Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun