Létti sig um tvö kíló og bætti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis við töfluna sem sýnir heimsetið hans. Getty/DI YIN Svíinn Armand Duplantis sló sitt eigið heimsmet í stangarstökki í gær þegar hann fór yfir 6,24 metra á Demantamóti í Xiamen í Kína. Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira