„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:48 Svavar Birgisson þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. „Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira