Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:23 David Jakoby sænskur hakkari (t.v.) fær aðstoð fréttamanns við tölvuinnbrot. Innslagið er að finna í spilaranum neðar í fréttinni. Skjáskot Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir. Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir.
Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira