Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2024 09:58 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að sjá til enn að sinni, með framboð sitt. Hún hefur fulla trú á að hún eigi erindi. vísir/vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. „Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06