Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2024 19:22 Neil Harbisson, framtíðarhugsuður og „cyborg-listamaður“ í Hörpu í dag. Hann er hér á landi á vegum Orkuveitunnar, sem fékk hann til að flytja erindi á viðburði undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri“. Vísir/ívar Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Tækni Ástin og lífið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Tækni Ástin og lífið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira