Vinstri gráir Yngvi Óttarsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar