Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 22:11 Bílastæðasjóður mátti smella sektum á rúðu bíls mannsins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga. Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga.
Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira